Skráning

Sótt eru um vistun á íbúagátt Hafnarfjarðar, þ.e. "Mínum síðum" á www.hafnarfjordur.is. Ef um breytingar á vistun er að ræða þarf að sækja um á "Mínum síðum" eins og um nýja umsókn sé að ræða. Uppsagnir sendast skriflegar í tölvupósti á kristjanos@hafnarfjordur.is.

Ef upp koma vandamál varðandi skráningu í íbúagáttinni leitið aðstoðar þjónustuvers Hafnarfjarðar í síma 585-5500.

Reiknað er með að forráðamenn skrái börnin minnst mánuð í einu og allar breytingar verður að tilkynna fyrir 15. hvers mánaðar og taka þá gildi 1. næsta mánaðar. Barnið má aðeins mæta á þeim dögum sem búið er að samþykkja fyrir það. Foreldrar eru beðnir um að athuga vel tímafjölda sem þeir þurfa fyrir börn sín, því ekki er hægt að fá endurgreidda tíma sem ekki eru nýttir og ekki er hægt að bæta við tímum fyrirvaralaust.


Tómstundamiðstöðin Öldutúni | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0700 | Netfang kristjanos@hafnarfjordur.is