Leikjanámskeiðið í Öldutúni

21.5.2015

Í júní verður leikjanámskeiðið í Öldutúni staðsett í litlu húsi við gatnamót Melholts og Öldutúns, þar sem 1. bekkingar dvelja öllu jöfnu í Selinu á veturna.

Leikjanámskeiðið hefst 11. júní og stendur til 3. júlí.

Námskeiðið er fyrir börn fædd 2006-2008 (7-9 ára) og stendur frá kl. 9.00-12.00 og kl. 13.00-16.00, ókeypis gæsla er á milli kl. 8.00-9.00, 12.00-13.00 og 16.00-17.00.

Þátttökugjaldi er stillt í hóf. Veittur er 50% systkinaafsláttur. Minnst er hægt að greiða fyrir viku í senn.
Hver vika, hálfur dagur (frá kl. 9:00 – 12:00 eða 13:00 – 16:00): 4.100 kr.
Hver vika, heill dagur (frá kl. 9:00 – 16:00): 8.200 kr.

Mikilvægt að mæta kl.9:00 og kl.13:00 því dagskráin byrjar stundvíslega! Við borðum kl. 9:30, kl.12:00 og kl. 14:30 alla daga og verða allir að mæta með hollt og gott nesti og klædd eftir veðri.

Skráning fer fram í gegnum „Mínar síður“ á www.hafnarfjordur.is.

Skráning á leikjanámskeið þarf að fara fram fyrir miðnætti á fimmtudögum eigi barn að byrja á mánudeginum á eftir. Á mínum síðum er aðeins hægt að greiða með kreditkorti en hægt er að staðgreiða skráningu í Þjónustuveri Hafnarfjarðabæjar, Strandgötu 6.

Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að nálgast hjá verkefnastjóra á skrifstofu Öldunnar/Selsins eða í síma 664-5712

kristjanos@hafnarfjordur.is


www.tomstund.is/selid


Tómstundamiðstöðin Öldutúni | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0700 | Netfang kristjanos@hafnarfjordur.is