Miðasala á Samfesting og Sleepover

16.2.2015

Miðasala á Samfesting Samfés 13.-14. mars hefst í Öldunni í kvöld kl 20:00. Miðaverð er 4.200 kr, eða 1.600 bara á söngkeppnina á laugardeginum. Félagsmiðstöðvum er hlutfallslega úthlutað miðum eftir stærð unglingadeilda, fékk Aldan 45 miða að þessu sinni. Þeir sem duglegastir eru að mæta í Ölduna eða taka þátt í félagslífinu hafa forgang samkvæmt svokölluðu strumpakerfi Öldunnar (Strympur, Krafta- og Draumastrumpar) og geta mætt hálftíma fyrr eða kl 19:30.

Skráning á sleepover Öldunnar þann 20. febrúar hefst einnig í kvöld, en hægt verður að skrá sig út vikuna. Þátttökugjald er 1000 krónur, pantaðar verða pizzur sem eru innifaldar í verðinu.

Í báðum tilfellum þarf að skila leyfisbréfi til þátttöku.


Tómstundamiðstöðin Öldutúni | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0700 | Netfang kristjanos@hafnarfjordur.is