Félagsmiðstöðvadagurinn

5.11.2014

Félagsmiðstöðvadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag 5. nóvember og rúmlega 115 félagsmiðstöðvar um allt land verða opnar fyrir gesti og gangandi.  Það eru Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, sem standa fyrir félagsmiðstöðvadeginum en markmið dagsins er að gefa áhugasömum færi á að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu nágrenni, kynnast því sem þar fer fram, unglingunum og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi starfsfólks félagsmiðstöðvanna.

Í Öldunni verða vöfflur og kaffi í boði, en foreldrar og unglingar geta tekist á í pool, borðtennis, FIFA og Sing Star. Opið er milli kl 19:30 og 22:00.


Tómstundamiðstöðin Öldutúni | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0700 | Netfang kristjanos@hafnarfjordur.is